Trunt, trunt og tröllin - rafbók

114 Útilegumenn Síðan fara hinir ókunnu menn í burtu en Bjarni inn í tjaldið og er þá systir hans dáin. Við þetta verður hann hryggur mjög, sækir nú hesta og reiðir hana heim. Verður þá harmur mikill fyrir föður hans og heimafólki. Kindurnar hverfa Nú líða mörg ár og ber ekkert til tíðinda. Einu sinni vantar bónda allt fé sitt. Bjarni leitar víða en finnur ekki. Hann hugsar sér nú að gera langa leit, fær sér nesti og nýja skó og gengur á fjöll upp. Gengur hann lengi þangað til þoka mikil dreifir sér yfir fjöllin svo hann villist og veit ekkert hvert hann fer. Loksins sér hann mann sem rekur stóran fjárhóp. Létti þá þokunni lítið eitt frá svo hann sér fyrir sér dal einn, mikinn og fagran. Í dal þessum er byggð mikil og margir bæir en þó ber einn bærinn af öllum. Bjarni gengur þá í dalinn og að þessum stóra bæ. Þar kemur stúlka til dyra. Hann biður hana skila til hús- ráðanda að hann biðjist húsa. Kemur stúlkan jafn- skjótt aftur með þau orð að hann fái að vera. Fylgir stúlkan Bjarna í bæinn og í herbergi afsíðis og fer síðan út. Hann undrar að stúlka þessi er svo ógnarlega lík Margréti systur hans að þetta vekur upp fyrir hon- um angursamar tilfinningar og liggur honum við að gráta. Um kvöldið kemur sama stúlkan til hans, færir honum mat, lætur hann hátta og tekur vos- klæði hans. Sefur hann þarna um nóttina að mestu leyti óhræddur. Um morguninn færir stúlkan honum mat og önnur föt, segir að hans föt hafi verið vot enda fái hann ekki að fara í dag því nú sé sunnudagur og ætli faðir sinn að messa. Eftir þetta kemur til hans maður á rauðum kjól. Hann segir: – Komdu sæll, Bjarni minn. Og spyr hvort hann vilji koma með sér í kirkju. Bjarni er því ekki fráleitur . Fara þeir nú í kirkju og er margt fólk við kirkjuna og fer messan vel fram. Þegar messan er nýbyrjuð kemur kona í kirkj- una. Hún heldur á barni og leiðir annað við hlið sér en stúlkan gengur með henni sem Bjarni hafði áður séð. Nú undrar hann enn hvað kona þessi er lík systur hans. Sýnist honum enda hún vera það þó honum þyki ótrúlegt. Bjarni finnur systur sína Nú líður messan og fer prestur með honum inn í bæ. Hann spyr þá Bjarna hvað hann sé að fara. Hann segist leita að fé föður síns. Hann spyr hvort hann þekki sig. Ekki kveðst Bjarni vera viss um það. Hann spyr hvort hann hafi ekki einu sinni farið á grasafjall. – Já, segir Bjarni og kvaðst ekki geta á það minnst. Prestur tekur upp dósir og sýnir honum og spyr hvort hann þekki þessar dósir. Bjarni jánkar því. Prestur kvaðst nú vera sá sami maður sem komið hefði til hans á grasafjallinu. – Er það mér að kenna, segir hann, að þú ert hingað kominn, ég villti þig hingað í þokunni. Þeg-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=