Trunt, trunt og tröllin - rafbók

112 Útilegumenn 43. Grasafjallsferðin S ö g u g l u g g i E inu sinni var bóndi á bæ. Hann átti tvö börn, sonur hans hét Bjarni en dóttir hans Mar- grét. Honum þótti mikið vænt um þessi börn sín en þó einkum um dóttur sína því hún var bæði falleg stúlka, efnileg og eftirlát föður sínum. Börn þessi voru um tvítugsaldur er saga þessi gerðist og faðir þeirra ekkjumaður. Það var venja bónda að láta fólk fara á grasafjall og ætlaði hann enn eitt vor að gjöra hið sama. Talar hann nú við börn sín að hann þurfi að láta fara á grasafjall en hann hafi nú slæmar fólksástæður og engan til að láta fara. Börnin bjóðast þá til að fara. Hann tekur því dauflega en segist þó halda að hann megi til, það verði eigi umflúið sem fram eigi að koma. Kvöldið áður en þau eiga að fara fær bóndi þeim tvö ljós og segir þeim að kveikja á þeim um nóttina. Þegar þau kveikja deyr strax annað ljósið og þegar bóndi veit það segir hann að þetta hafi sig grunað, hann geti ekki almennilega hamlað þeim að fara þó illa leggist það í sig . Margrét veikist Nú fara systkinin á grasafjall og tjalda. Næsta dag er þoka og grasa þau þá ekki vel og fara stutt frá tjald- inu. Um nóttina verður Margrét lasin og versnar henni meir og meir svo að um morguninn er hún orðin mállaus og rænulaus. Þegar líður á daginn sér Bjarni að tveir menn koma ríðandi að tjaldinu. Er annar á rauðum kjól með gylltu belti um sig en hinn á dökkum kufli með svarðreipi . Þeir stíga af hestum sínum við tjaldið. Hinn rauðklæddi maður mælti til Bjarna: – Komdu sæll, Bjarni minn. Bjarni tekur því dauflega því nú lá illa á honum. Hinn rauðklæddi maður talar við hann um ýmsa hluti. Síðan tekur hann dósir úr vasa sínum og tekur í nefið, fær Bjarna dósirnar og spyr hvort hann vilji ekki eiga þær. Bjarni segir sig langi ekkert til þess og fær honum dósirnar aftur en sér þó að þær eru afbragðs fallegar. Hinn rauðklæddi maður segir við Bjarna: – Þér er óhætt að vitja um hana systur þína því nú er hún dáin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=