Trunt, trunt og tröllin - rafbók
Útilegumenn Útilegumenn fóru ekki í útilegu eins og nútímafólk gerir heldur lögðust þeir út vegna þess að þeir voru grunaðir um að hafa brotið lög. Kannski höfðu þeir stolið sér til matar, til dæmis kind eða lambi. Sauðaþjófnaður var stór synd í gamla daga. Eða þeir höfðu stolið einhverju öðru, jafnvel peningum. Sumir höfðu eitthvað enn verra á samviskunni, mannsmorð eða limlestingar. Aðrir voru kannski alsaklausir en flúðu til fjalla vegna þess að réttvísin var á eftir þeim, sýslumaður og menn hans. Draumurinn um grösugan dal lengst uppi í óbyggðum, jafnvel inn á milli jöklanna, lifði góðu lífi hér fyrr á öldum og líklega hafa margir útilegumenn leitað hans. Og sumir kannski fundið. Í sögunum hér á eftir er sagt frá útilegu- mönnum sem búa einmitt í slíkum dal.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=