Trunt, trunt og tröllin - rafbók

109 41. Að temja nykur S ö g u g l u g g i T il þess að temja nykurinn og geta haldið hon- um til brúkunar að staðaldri þarf ekki annað en sprengja blöðru sem er undir vinstra bógnum á honum. Dæmi hér upp á er þessi saga séra Páls á Hnappstöðum. Á Hömrum í Grímsnesi var drengur staddur ná- lægt læk einum og var að tálga spýtu að gamni sínu. Þá sér hann þar skammt frá sér gráan hest, gengur til hans og fer að skoða hann í krók og kring en hesturinn stóð grafkyrr. Finnur þá drengurinn undir vinstra bógnum á hestinum kepp eða blöðru sem honum þótti undarleg og rekur tálguhnífinn sinn í hana. Síðan hnýtir hann upp í hestinn og ríður honum heim. Hestur þessi var síðan lengi á Hömrum og var kallaður Nykurgráni. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Finndu Grímsnesið á landakorti. 2. Hvað var drengurinn að gera þegar hann sá nykur- inn? 3. Hvernig náði hann að temja nykurinn? 4. Leitaðu á bókasafni eða netinu að upplýsingum um nykur. Skráðu helstu niðurstöður þínar. nykur : dularfullur hestur með öfuga hófa sem lifir í vötnum. Setjist menn á bak festast þeir og nykurinn hleypur með þá í vötn brúkun : notkun, það að nota e-ð bógur : ofanverður framlimur á dýri í krók og kring : vandlega frá öllum hliðum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=