Trunt, trunt og tröllin - rafbók
108 Úr sjó og vötnum ist hann og skilja að hann mundi af kúnum missa nema hann fengi sprengt blöðrur þessar. Slær hann þá með kefli framan á granirnar á einni kúnni og gat náð henni síðan. En hinna missti hann og stukku þær þegar í sjóinn. Þóttist hann þá skilja að kýr þessar hefði marbendill sent sér í þakkarskyni fyrir lausn sína. Þessi kýr hefur verið hinn mesti dánu- mannsgripur sem á Ísland hefur komið. Æxlaðist af henni mikið kúakyn sem víða hefur dreifst um landið og er allt grátt á lit og kallast sækúakyn. En það er frá bónda að segja að hann var mesti auðnu- maður alla ævi. Hann lengdi og nafn byggðar sinn- ar og kallaði af kúm þessum er á land hans gengu, Kvíguvoga, er áður voru kallaðir Vogar. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Finndu Voga á Suðurnesjum á landakortinu. 2. Skrifaðu vísuna fremst í sögunni niður og strikaðu við ljóðstafi og rím. 3. Skráðu þrjár ástæður þess að marbendill hló. 4. Hvernig þakkaði marbendill bónda? 5. Hvað var það við kýrnar sem gaf til kynna að þær væru sækýr? rásuðu : voru á stöðugri ferð óværar : órólegar granir : nasir dánumannsgripur : góður gripur auðnumaður : gæfumaður
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=