Trunt, trunt og tröllin - rafbók

106 Úr sjó og vötnum 40. Frá marbendli S ö g u g l u g g i Mér er í minni stundin, þá marbendill hló. Blíð var baugahrundin , er bóndinn kom af sjó. Kyssti hún laufalundinn , lymskan undir bjó. Sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. Á Suðurnesjum er bæjarþorp nokkurt sem heitir í Vogum. Snemma bjó þar bóndi einn er sótti mjög sjó enda er þar enn í dag eitthvert besta útræði á Suðurlandi. Einhvern dag reri bóndi sem oftar og er ekki neitt sérlegt að segja frá fiskifangi hans í það sinn. En frá því er sagt að hann kom í drátt þungan og er hann hafði dregið hann um borð sá hann þar mannslíki og innnbyrti það. Það fann bóndi að maður þessi var með lífi og spurði hann hvernig á honum stæði en hann kvaðst vera marbendill af sjávarbotni. Bóndi spurði hvað hann hefði verið að gera þegar hann ágoggaðist. Mar- bendill svaraði: – Ég var að laga andskjólin fyrir eldhússtrompn­ um hennar móður minnar. En hleyptu mér nú nið- ur aftur. Bóndi kvað þess engan kost að sinni. Þá hló marbendill Ekki töluðust þeir fleira við enda varðist marbendill viðtals. Þegar bónda þótti tími til fór hann í land og hafði marbendil með sér. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en bóndi hafði búið um skip sitt að hundur hans kom í móti honum og flaðraði upp um hann. Bóndi brást illa við og sló hundinn. Þá hló marbendill hið fyrsta sinn. Hélt bóndi þá áfram lengra upp á túnið og hrasaði um þúfu eina og blót- aði henni. Þá hló marbendill í annað sinn. Bóndi hélt svo heim að bænum. Kom þá kona hans á móti honum, fagnaði honum blíðlega og tók bóndinn vel blíðskap hennar. Þá hló marbendill hið þriðja sinni. Bóndi sagði þá við marbendil: – Nú hefur þú hlegið þrisvar sinnum og er mér forvitni á að vita af hverju þú hlóst. – Ekki geri ég þess nokkurn kost , sagði mar-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=