Trunt, trunt og tröllin - rafbók

102 Úr sjó og vötnum 38. Ormurinn í Lagarfljóti S ö g u g l u g g i Þ að bar til einu sinni í fornöld að kona nokkur bjó á bæ einum í Héraðinu við Lagarfljót. Hún átti dóttur eina vaxna. Henni gaf hún gullhring. Þá segir stúlkan: – Hvernig get ég haft mest gagn af gullinu því arna , móðir mín? – Leggðu það undir lyngorm, segir konan. Stúlk- an tekur þá lyngorm og lætur gullið undir hann og leggur ofan í trafeskjur sínar. Liggur ormurinn þar nokkra daga. En þegar stúlkan fer að vitja um eskj- urnar er ormurinn svo stór orðinn að eskjurnar eru farnar að gliðna í sundur. Verður stúlkan þá hrædd, þrífur eskjurnar og kastar þeim með öllu saman í fljótið. Líða svo langir tímar og fara menn nú að verða varir við orminn í fljótinu. Fór hann þá að granda mönnum og skepnum sem yfir fljótið fóru. Stund- um teygðist hann upp á fljótsbakkana og gaus eitri ógurlega. Þótti þetta horfa til hinna mestu vand- ræða en enginn vissi ráð til að bæta úr þeim. Voru þá fengnir til Finnar tveir. Áttu þeir að drepa orm- inn og ná gullinu. Þeir steyptu sér í fljótið en komu bráðum upp aftur. Sögðu Finnarnir að hér væri við mikið ofurefli að eiga og væri ekki hægt að bana orminum eða ná gullinu. Sögðu þeir að annar ormur væri undir gullinu og væri sá miklu verri en hinn. Bundu þeir þá orminn með tveim böndum. Lögðu þeir annað fyrir aftan bægslin en annað aftur við sporðinn. Ormurinn getur því engum grandað hvorki mönnum né skepnum en við ber að hann setur upp kryppu úr bakinu og þykir það jafnan vita á stórtíðindi þegar það sést, t.d. harðæri eða grasbrest . Þeir sem enga trú leggja á orm þennan segja að það sé froðusnakkur . Þykjast þeir hafa sagnir um það að prestur nokkur hafi ekki alls fyrir löngu róið þar þvert yfir sem ormurinn sýndist vera til að sanna með því sögu sína að hann sé enginn. Þjóðsögur Jóns Árnasonar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=