Trunt, trunt og tröllin - rafbók
100 Helgisögur S ö g u g l u g g i D jöfullinn vildi ekki vera minni en guð, fór til og ætlaði að skapa mann. En sú tilraun fórst honum ekki höndulega , því í staðinn fyrir að skapa mann varð kötturinn úr því og þó vantaði á hann skinnið. Sankti Pétur aumkvaðist þá yfir þessa sköpun og skapaði skinnið á köttinn sem hér segir: Skrattinn fór að skapa mann, skinnlaus köttur varð úr því; helgi Pétur hjálpa vann, húðina færði dýrið í. Enda er skinnið það eina sem þykir nýtandi af kett- inum. Rauðmaginn, grásleppan og marglittan Einu sinni gekk Jesús Kristur með sjó fram og Sankti Pétur með honum. Kristur hrækti í sjóinn og af því varð rauðmag- inn. Þá hrækti og Sankti Pétur í sjóinn og af því varð grásleppan og þykir hvort tveggja gott átu og rauð- maginn jafnvel herramannsmatur. Djöfullinn gekk í hámóti á eftir þeim með sjónum og sá hvað fram fór. Hann vildi þá ekki verða minnstur og hrækti líka í sjóinn en úr þeim hráka varð marglittan og er hún til einskis nýt. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Endursegðu þessar tvær stuttu sögur með þínum orðum. A.m.k. 30–50 orð. höndulega, hönduglega : liðlega, vel hámóti : humátt, hljóðlega í nokkurri fjarlægð 37. Skrattinn fór að skapa mann Kölski skapaði köttinn skinnlausan.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=