Trunt, trunt og tröllin - rafbók
99 Þegar dagurinn kom sem maðurinn hafði gert ráð fyrir að koma og sækja teininn að þremur árum liðnum lét kóngsson Rósamundu fara í skápinn og hafa hjá sér teininn og sagði henni að fá hann þeim sem til hennar kæmi og segja um leið „Rigdín- Rigdón“, en ekki mætti hún fara út úr skápnum né láta hugfallast hvað sem fyrir kæmi en muna eftir nafninu sem hann þess vegna hefði látið skrifa á skápinn. Eftir það fer kóngsson burt úr herberginu og læsir því. Þegar nokkur tími var liðinn veit Rósamunda ekki fyrri til en hún sér mann koma í herbergið um læstar dyrnar. Hann gengur rakleiðis að skápnum og biður hana að koma út úr honum. En hún lét sem hún heyrði það ekki, réttir að honum teininn og segir: – Taktu við, Rigdín-Rigdón. Við það sökk þessi gestur niður um gólfið þar sem hann stóð þegar hann heyrði nafn sitt. Eftir þetta hélt kóngsson brúðkaup sitt til Rósa- mundu og settust þau svo að ríkjum með kóngi, föður kóngssonar, og drottningu. Rósamunda þótti fyrirtaks drottning um flesta hluti. Mundi hún allt það sem hún hafði numið með aðstoð teinsins þó ekki væri betri að honum nauturinn sem allir ætluðu að hefði verið kölski sjálfur. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1. Er eitthvað í þessari sögu sem minnir á aðra sögu í bókinni? Skráðu hjá þér söguna og hvað er líkt með þeim. 2. Hvers vegna mátti kóngsson ekki eiga Rósamundu? 3. Hvað átti Rósamunda að gera þegar maðurinn kæmi aftur? 4. Hvernig komst kóngssonur að nafni mannsins? 20–30 orð. 5. Hvaða einkenni ævintýra hefur þessi saga? Skoðaðu það sem sagt er um ævintýri fremst í bókinni. mælgi : orðaflaumur, málæði láta hugfallast : missa kjarkinn fyrirtaks drottning : ágætis drottning nautur : gefandi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=