Trunt, trunt og tröllin - rafbók

98 Helgisögur Nú leið til þess er komið var á þriðja árið og gat kóngsson ekki munað nafnið á manninum með nokkru móti. Varð hann af því áhyggjufullur meir en áður ef hann yrði nú að sjá á bak unnustu sinni sem var orðin eins vel að sér og hún var fríð til. Í þessu ráðaleysi er hann einn á gangi úti á skógi og kemur fram í eitt rjóður. Þar var hóll í rjóðrinu. Hann heyrir hlátra mikla og mælgi í hólnum og skilur að þar eru einhverjir að telja upp hvað marg- ar sálir þeir hafi svikið. Nú fer að fara um kóngs- son því hann ímyndar sér að það hafi líklega verið einn af þessum piltum sem hann hafi hitt á skóg- inum forðum. Hlustar hann nú enn til orðalags þeirra og þykist þó staddur milli heims og helju þar sem hann var kominn. Loksins heyrir hann að þessar stökur eru mæltar fram í hólnum: Menn sem að mig kalla ref, marga orsök ég til þess hef: Enga vægð öndum ég gef út þegar skuld mína kref. Um geng ég allt eins og ljón, allmargra blindað hef sjón, mein geri ég mönnum og tjón, mitt nafn er Rigdín-Rigdón. Mein geri ég mönnum Þegar kóngsson heyrir nafnið í seinni vísunni kannast hann við að það er sama nafnið sem hann hafði gleymt og verið lengst hugsandi út af að und- anförnu. Hann skrifar nú nafnið hjá sér og gengur heim hress í huga. Síðan lætur hann gera glerskáp svo stóran að Rósamunda gat staðið í honum og skrifa alls staðar á hann „Rigdín-Rigdón“ svo ekki varð neinstaðar litið á skápinn, utan eða innan, svo að nafnið blasti ekki við. Síðan lét hann gera glerskáp sem Rósamunda gat staðið í.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=