23 Framtíðin Hvernig tónlist haldið þið að verði samin eftir 10 ár eða 100 ár? Það eru ekki mjög mörg ár síðan tölvur voru ekkert notaðar í tónlist. Í dag eru hins vegar tölvur mjög mikið nýttar þegar tónlist er samin, spiluð og tekin upp. Tóti tölvukall Tóti var einn í tölvulandi, alveg takkaóður fjandi. Í tölvuspilin hann óður var, hann var alveg spinnegal. Hann var pínulítill kall með augnaskjá og eyru eins og trompet. Já, hann var ekki í lofti hár, Ja, ég myndi segja svona um það bil tvö fet ... Tóti, Tóti, hann Tóti tölvukall. Tóti var einn í tölvulandi, á tölvuspilin var snjall. Tóti, Tóti, hann Tóti tölvukall. Tóti var einn í tölvulandi, á tölvuspilin var snjall. Tóti átti tölvutrítil sem talað gat með herkjum en hún var bara svo pínulítil að hún talaði í merkjum. Hún sagði dúdúdúdú, dídí da da da og geiflaði sig í framan, roðnaði svo og ræskti sig og þá fannst Tóta alveg æðislega gaman. Tóti, Tóti ... Þórhallur Sigurðsson (Laddi) 51–52
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=