Tónlist og tíminn

22 Sólin Við sólarupprás hefst nýr dagur. Við tökum því rólega þegar við vöknum, opnum augun og teygjum úr okkur. Smám saman hressumst við og göngum af stað út í daginn. Lagið Morgunsöngur er keðjusöngur. Fyrst syngjum við hægt og svo aukum við hraðann. Morgunsöngur Nú vakna allir vinir og vaskir syngja lag, úr rúmi við rísum og ræsum góðan dag. Skúli Gestsson Við sólsetur hverfur sólin niður fyrir sjóndeildarhring. Þá dimmir og tími til kominn að fara að hátta. Kvölda tekur sest er sól Kvölda tekur sest er sól, sígur þoka´ á dalinn. Komið er heim á kvíaból kýrnar, féð og smalinn. Höfundur ókunnur 48 49–50

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=