Tónlist og tíminn

16 Tunglið Hafið þið farið í fjöruferð? Þá hafið þið kannski tekið eftir því að sjórinn er ekki alltaf á sama stað. Stundum er fjaran stór og breið en hún getur líka næstum horfið. Þessar sjávarbreytingar gerast tvisvar á dag og kallast flóð og fjara. Hvers vegna verður flóð og fjara? Tunglið snýst umhverfis jörðina og bæði jörðin og tunglið hafa aðdráttarafl og toga hvort í annað. Tunglið togar ekki bara í fast land heldur líka í hafið og því er flóð þar sem tunglið er næst jörðu. Munstur mánans Flóð og fjara eru nokkurs konar munstur eða taktur náttúrunnar því þau skiptast á með ákveðnu millibili. Vitið þið um fleira í náttúrunni sem hefur takt eða munstur? Öll tónlist hefur líka einhvern takt og sumir sjá og heyra munstur í henni. • Hlustið á tóndæmin og skoðið nóturnar hér fyrir neðan. Getið þið fundið eitthvert munstur? Matarprjónar 37

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=