Svaðilför í berjamó - vinnubók

4 Lækurinn – bls. 13–15 1. Svaraðu fullyrðingunum. Krossaðu í réttan reit. Rétt Rangt Ævar var kominn með fulla fötu af berjum. ❑ ❑ Hinum megin við lækinn er krökkt af berjum. ❑ ❑ Ási heldur að það sé auðvelt að fara yfir lækinn. ❑ ❑ Ási verður blautur í læknum. ❑ ❑ Bangsi dettur í lækinn. ❑ ❑ 2. Skoðaðu sagnorðin. stekkur fylla líst heyrir smellir hendir flýgur Settu rétt sagnorð í eyðurnar. Ævar tekur tilhlaup og ___________ léttilega yfir lækinn. Með þessu áframhaldi verður hann örugglega fyrstur að __________ sína fötu. En þegar hann kemur að læknum ______________ honum ekki á blikuna. Ævar ___________ ekki bofs. Fyrst ____________ Ási kossi á bangsa og ___________ honum svo yfir lækinn. Fatan ___________ hátt upp í loftið og lendir fagurlega á hinum bakkanum. 3. Breyttu sagnorðunum í þátíð. Í dag flýgur fuglinn. Í gær _______________ fuglinn. Í dag stekkur Ási. Í gær _______________ Ási. Í dag þýtur bangsi niður hlíðina. Í gær _______________ bangsi niður hlíð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=