Skrift 2a

Til kennara Skrift 2a skiptist í nokkur þemu: kynning á stafafjölskyldum, stafafjölskyldur án tenginga, allar stafafjölskyldur æfðar saman án tenginga, tengingar kynntar og æfðar í gegnum stafafjölskyldur, tenging algengra orða og að síðustu er reglan um engar tengingar úr hástöfum kynnt. Áður en byrjað er á þessari bók þarf kennari að fara vel yfir inngangsopnu bókarinnar með nemendum til að skoða og útskýra hlutverk humlunnar, hvaða fyrirmæli hún gefur og hvað táknin þýða. Í nemendabók eru tvær gerðir sjálfsmats, annars vegar sjálfsmatsverkefni þar sem skrift og tengingar eru æfðar og metnar út frá ákveðnum markmiðum og hins vegar meistaralína þar sem lögð er áhersla á að nemendur meti vinnu sína út frá öllu því sem þeir hafa lært í skriftarnáminu. Með sjálfsmati er leitast við að efla vitund nemenda um markmið skriftar- þjálfunar og hvetja þá til að hafa markmiðin í huga. Í sjálfsmatsverkefni nefnir humlan atriði á fyrri síðu sem nemendur eiga að hafa sérstaklega í huga við vinnu sína. Síðan eiga þeir að meta hversu vel þeim gekk að æfa sig í að skrifa út frá þeim atriðum sem humlan nefndi. Meistaralínu þarf einnig að kynna vel en þar eiga nemendur að leggja sig sérstaklega fram um að muna eftir öllu sem þeir hafa lært í skrift og nota þekkingu sína til að skrifa vandaða og fallega stafi, orð eða málsgreinar. Nemendur velja sér orð eða málsgrein úr æfingunum sem þeir hafa þegar farið í gegnum og ef þeir treysta sér til geta þeir líka skrifað orð eða málsgreinar að eigin vali. Þegar nemendur hafa lokið við að skrifa í meistaralínu eiga þeir að meta frammistöðu sína með því að lita stjörnur. Besta mögulega frammistaða er þegar allar stjörnurnar eru litaðar. Meistaralína er táknuð með gulum verðlaunabikar. Skrift 2 kennsluleiðbeiningar eru á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, mms.is en þar má meðal annars að finna yfirlit yfir allar tengingar, hugmyndir að innlögnum með hverri stafafjölskyldu og tillögu að kennsluáætlun í skrift. Skrift handbók kennara má einnig nálgast á mms.is en þar eru gagnlegar upplýsingar um kennslufræði skriftar, markmiðasetningu, námsmat og fleira. Skriftarvefurinn er hagnýtur safnvefur fyrir kennara þar sem finna má allt útgefið efni í skrift og fjölbreytt verkfæri til skriftarkennslu. Á vefnum er meðal annars stöðumat í skrift, upplýsingar vegna nemenda sem þurfa aukinn stuðning í skriftarnámi sínu og góð ráð til foreldra ef þjálfa á skrift heima. Skriftarsmiðjan er vefur á mms.is þar sem útbúa má þjálfunarefni í skrift og velja þá leturgerð og stærð sem hentar hverjum nemanda. ISBN 978-9979-0-2939-7 @ Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir @ teikningar Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir @ aðrar teikningar Shutterstock Ritstjóri: Elín Lilja Jónasdóttir Ráðgefandi læsisfræðingur: Guðbjörg Rut Þórisdóttir Yfirlestur og fagleg ráðgjöf: Freydís Helga Árnadóttir 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Skrift 2a

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=