Skapandi skóli

86 Kvikmyndaverkefni Stuttmyndir Í skólum er á hverjum degi unnið með efnisþætti, hugmyndir, frásagnir og sögur sem geta verið fyrirtaks efniviður í stuttmyndir. Vinsælir snjallsímar og spjaldtölvur eru prýðileg upptökutæki fyrir hljóð og lifandi myndir og hægt er að fá hugbúnað í þessi tæki sem gerir kleift að klippa til og setja saman fullunnar myndir og senda frá sér. Fartölvur og hefðbundnar borðtölvur eru svo flestar hlaðnar einföldum hugbúnaði sem hægt er að nota til samsetningar á myndskeiðum úr síma eða myndavél. Tæknilega séð er því hægur vandi fyrir nemendur að búa til stuttar kvikmyndir og skila sem verkefnum. Þeir þurfa aftur á móti að fá hvatningu á kvikmyndasviðinu og þjálfun í að leggja upp stuttar myndir með söguborði, handriti og leikrænni tjáningu þegar það á við. Einnig þarf að fjalla um grundvallaratriði í tökum, klippingu og hljóðsetningu. Á vef Menntamálastofnunar er að finna aðgengilegt margmiðlunarefni um stafræna miðlun þar sem farið er í gegnum allt þetta ferli frá handriti að lokaafurð og gefin góð ráð varðandi undirbúning og upptökur. Kynna má áhugaverðar kvikmyndir eða valið efni á borð við fréttir og auglýsingar og láta nemendur greina tökur, lýsingu, samsetningu myndskeiða, yfirbragð og hljóð. Til marks um gildi svona vinnu má nefna unglinga sem fengu það verkefni að líkja eftir þriggja mínútna langri mynd þar sem flutt var vinsælt lag. Þeir töldu þetta létt verk en áttuðu sig fljótlega á því að í myndinni voru næstum 90 myndskeið! Brot úr Gísla sögu Súrssonar leikin og birt á YouTube

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=