Skapandi skóli

84 eftirvinnslu. Söguborð er í rauninni nokkurs konar handrit, bara skissað upp í ramma líkt og atburðarás í myndasögu. Hver rammi rekur annan og gefur til kynna myndskeið og framvindu í kvikmyndinni. Neðan eða ofan við rammana eru svo oft skrifaðar athugasemdir, áhersluatriði eða annar texti sem styður myndina í rammanum og varpar ljósi á efni hennar. Á þennan hátt má útbúa handrit án þess að skrifa upp samtöl, lýsingar á umhverfi og kringumstæður í löngu máli. Eftir handritsvinnu eða söguborðsgerð þarf svo að staldra við og ræða afraksturinn til þess að hnýta alla lausa enda og íhuga frekari þróun áður en lengra er haldið. Framleiðsla: Tökur og eftirvinnsla Þegar kvikmyndatökur eru vel undirbúnar eiga þær að ganga vel fyrir sig og þurfa ekki að taka nema lítinn hluta af öllum þeim tíma sem fer í verkefnið. Áður en tökur hefjast þarf að finna til þau tæki og tól sem nota á í upptökum, æfa leik og framkomu, og finna til búninga og leikmuni. Á þessu stigi er nauðsynlegt að hafa handritið eða söguborðið til hliðsjónar. Gott getur verið að útbúa nákvæman lista yfir það sem þarf að vera á tökustað því dýrmætur tími fer til spillis ef eitthvað gleymist. Góður undirbúningur skilar sér nær alltaf í betri upptökum, ekki síst þegar margir leikarar, ásamt kvikmynda- og hljóðupptökufólki og leikstjóra, þurfa að vinna saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=