83 TÆKNI OG TJÁNING : SKAPANDI SKÓLI Ef unnið er með hikmyndir eða hefðbundna teiknimyndagerð má gera ráð fyrir því að teygist úr vinnuvikunni fram á helgina, eða fram í næstu viku á eftir, þar sem mikill tími fer í að búa til sjálf myndskeiðin. Slík vinnuvika gæti þá litið einhvern veginn svona út: Vel má hugsa sér að einfalt kvikmyndaverkefni sé unnið á mjög skömmum tíma, til dæmis 80 mínútum, ef nemendur búa að talsverðri reynslu en yfirleitt er betra að gera ráð fyrir meiri tíma. Mikilvægt er að tíminn sem gefinn er í kvikmyndaverkefni sé nægur og leggja þarf áherslu á það í upphafi að verkefnin verði ekki stærri en svo að þeim megi ljúka í tæka tíð. Allt hefst með hugmynd Öll kvikmyndagerð hefst á hugmynd. Oft þarf hún að tengjast einhverju efni sem verið er að vinna með í skólanum og þá kemur hún gjarnan frá kennaranum. Í þeim tilvikum getur verið gott að nemendur eigi val á milli þriggja til fjögurra viðfangsefna og hafi eitthvað að segja um efnistök. Þeir gætu til dæmis fengið að ráða því hvort gera eigi leikna kvikmynd, heimildarmynd eða einhvers konar hreyfimynd um efnið. Mikilvægt er að ræða efnið og möguleika sem í því felast áður en hafin er vinna við handrit eða söguborð. Handrit – söguborð (skjáskissur) Veigamikill þáttur í allri kvikmyndagerð er að skrifa handrit eða rissa upp söguborð (e. storyboard) sem svo hefur verið nefnt á íslensku og er stundum kallað skjáskissur. Til fróðleiks má taka fram að enska orðið board vísar til töflu með grunnum hillum undir handhæg myndaspjöld sem ræða má og raða að vild. Þannig er mikilvægum atriðum haldið til haga og þeir sem vinna saman að myndgerðinni fá eina og sömu sýn á verkið áður en haldið er af stað í tökur og Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hugmyndavinna og handritsgerð Taka til allt efni og áhöld sem þarf fyrir tökur og undirbúa tökurnar Tökur eða teikning myndskeiða Tökur eða teikning myndskeiða Tökur eða teikning myndskeiða Klipping og hljóðsetning Sýning
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=