Skapandi skóli

82 með tilkomu spjaldtölvunnar hafi nemendur fengið upp í hendurnar nær allan búnað sem þarf til kvikmyndavinnu hvar sem vera skal og hvenær sem þörf krefur. Auk þess má nýta snjallsíma til að taka upp myndskeið og stafrænar ljósmyndavélar búa margar yfir kvikmyndatökubúnaði. Gæði í myndum og hljómi kvikmyndanna geta vissulega verið misjöfn eftir því hvers konar tæki eru notuð við upptökur en gott er að hafa í huga að ekki þarf alltaf að hafa fullkomna kvikmyndatökuvél við höndina þegar beita á kvikmyndagerð við kennslu. Samvinna Kvikmyndagerð er þannig vaxin að þar þurfa margir að koma að verki. Handtökin eru mörg og samvinna þarf að ganga vel til þess að verkið heppnist. Heilir bekkir geta unnið saman að kvikmynd og á ákveðnum stigum vinnunnar hentar vel að hafa hópinn stóran, svo sem við upptökur. Á öðrum stigum, eins og við undirbúning, handritsgerð og eftirvinnslu, hentar betur að vinna í smærri hópum. Þá getur verð gott að skipta bekkjum upp í smærri hópa þriggja til fjögurra nemenda sem vinna að ákveðnum þáttum eða hlutum verksins en fá svo nemendur úr öðrum hópum að láni eftir þörfum þegar verið er að taka upp. Stundum fer vel á því að nemendur skipti með sér langri umfjöllun eða sögu, þá geta margir leikið sama hlutverk og fengist við sömu verk, hver í sínum hluta eða atriði myndarinnar. Tímastjórnun Kvikmyndagerð krefst þess að verkefninu sé settur ákveðinn tímarammi allt eftir umfangi verksins. Til að átta sig á þeim tíma sem ýmsir þættir kvikmyndagerðarinnar kunna að taka getur verið gott að taka mið af venjulegri vinnuviku. Í töflunni hér fyrir neðan er tilbúið dæmi um einfalda kvikmyndagerð látið falla inn í eina vinnuviku. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Hugmyndavinna og handritsgerð Taka til allt efni og áhöld sem þarf fyrir tökur og undirbúa tökurnar (staðsetningu, uppsetningu tækja, sviðsmynd os frv) Tökur Klipping og hljóðsetning Sýning

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=