Skapandi skóli

81 TÆKNI OG TJÁNING : SKAPANDI SKÓLI samstarfsvilji og skipulagsfærni, verksvit og rýmisgreind, tilfinning fyrir leik og framsetningu, listrænt auga og hæfileikar til að rýna í mismunandi sjónarhorn, og er þá margt ótalið. Hægt er að beita kvikmyndagerð sem kennsluaðferð með nemendum á öllum skólastigum, þó að vissulega ráði elstu nemendurnir best við að vinna sjálfstætt að flestum þeim verkþáttum sem þarna koma saman. Best gengur þegar nemendur hafa fengið að kynnast kvikmyndagerð og stafrænni miðlun á fyrri stigum skólagöngunnar og geta haft stuðning af góðum leiðbeiningum. Á vef Menntamálastofnunar má finna námsefnið, Margmiðlun – stafræn miðlun ætlað til kennslu í grunnskólum um kvikmyndagerð og ýmsa þætti margmiðlunar. Kvikmyndagerð í skólastarfi má útfæra á ótal vegu. Undir kvikmyndaformið falla ásamt fleiru leiknar kvikmyndir af öllu tagi, heimilda- og fræðslumyndir, náttúrulífsmyndir, fréttamyndir, kynningarmyndir, auglýsingar, skemmtiþættir, grínþættir, tónlistarmyndir, teiknimyndir, flettimyndir og ýmiss konar hreyfimyndir, svo sem hikmyndir (e. stopmotion) sem stundum eru nefndar leirkarlamyndir. Hvert sem verkinu er stefnt er vinnuferlið oftast og að mestu leyti það sama; það hefst með hugmynd og heppilegast að þróa hana með skissum á söguborði og skipulegri handritsgerð. Þá tekur við frekari undirbúningur og á framleiðslustigi tökur og klipping ásamt hljóðsetningu og frágangi og að lokum sýning ásamt frekari dreifingu á lokaafurð. Fjallað verður nánar um sum þessi atriði hér á eftir. Af dæmum um viðfangsefni þar sem kvikmyndagerð hentar vel sem kennsluaðferð mætti nefna ýmsa efnisþætti í náttúrufræði, eðlisfræði eða sögu. Í náttúrufræði má fjalla um ljóstillífun, hringrás vatns eða taugakerfi með því að láta nemendur lýsa pælingum sínum og þekkingu á viðfangsefninu í hreyfimyndum með teikningum eða öðru myndefni, hreyfingum og máli eftir nemendur. Eðlisfræðin býður líka upp á skemmtilega framsetningu og úrvinnslu í hreyfimyndum, svo sem um framleiðslu rafmagns, segulsvið jarðar eða göngu hennar í kringum sólina. Skiptingu landsins í goðorð, skipan mála á alþingi hinu forna eða valdatafli höfðingja á Sturlungaöld má lýsa á svipaðan hátt. Sögulega atburði og frásagnir má svo setja upp með handritsgerð og leik. Þeir ættu að standa nemendum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum eftir þá vinnu og allan þann undirbúning sem henni fylgir. Óhætt er að fullyrða að efni sem nemendum er oftast gert að læra af kennslubókum, hefur allt aðra stöðu í hugum nemenda sem hafa glímt við það í kvikmyndagerð. Að sjálfsögðu krefst kvikmyndagerð í skólum þess að tæki og tól til þeirrar vinnu séu þar til staðar. Þessi tæki þurfa þó ekki að vera mikil eða flókin og segja má að Af vefnum Margmiðlun – stafræn miðlun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=