Skapandi skóli

76 Líkön, leikbrúður og hönnun í þrívídd Að búa til líkan er góð leið til að sýna hvernig hlutir hafa hugsanlega litið út eða gætu hugsanlega lítið út. Dæmi um verkefni af þessu tagi er þegar sýna á hvernig fólk bjó fyrr á tímum eða gæti búið í fjarlægri framtíð. Gefa má ímyndunaraflinu lausan tauminn, byggja ævintýraheima eða leggjast í hönnun á nýju skólahúsi. Líkön geta líka hentað til að sýna það sem er of smátt eða stórt til að greina með berum augum eða er auganu hulið, hluti eins og sameindir, frumur, innri líffæri, fjallgarða og sólkerfi. Leikbrúður geta gætt tilbúin mannvirki lífi og þær má nota í ýmiss konar verkefnavinnu, leikræna tjáningu og hlutverkaleiki, upptökur og efnisgerð. Í líkanasmíðar og brúðugerð má nota pappír, pappa, tré, trélím, gifs, leir, vír, klæði og plast svo að fátt eitt sé nefnt eða tilbúnar einingar á borð við rör, flögur og kubba. Líkön má líka teikna í þar til gerðum hugbúnaði sem skilar þeim af sér sem tvívíðum myndum á blaði eða skjá eða þrívíðri teikningu sem velta má á alla vegu og jafnvel taka upp á skjánum. Líkanagerð er áhugaverð fyrir margra hluta sakir og hefur ótvírætt menntagildi þegar til dæmis myndlist og leikmyndagerð, byggingarlist og verkfræði eru annars vegar. Sögugerð Myndasögur Teiknimyndasögur hafa verið vinsælt lesefni frá gamalli tíð og setja sterkan svip á umhverfi okkar allt fram á þennan dag. Þær eru vel til þess fallnar að efla lestur og ritun en geta líka veitt dýrmæta þjálfun í að segja sögur og lýsa samhengi á myndrænan hátt. Myndasögugerð er tilvalin þegar kenna á ritun eða myndmennt og býr nemendur vel undir handritavinnu, kvikmyndun og leikræna tjáningu. Myndasagan minnir á söguborð í kvikmyndagerð og vönduðustu söguborð í kvikmyndageiranum eru líkust myndasögum. Hugrenningar,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=