Skapandi skóli

68 Hópurinn tekur svo til við að vinna að eftirfarandi atriðum undir verkstjórn kennarans, helst í smærri hópum: • ákveða gerð sögu (draugasaga, glæpasaga, þjóðsaga, ástarsaga, grínsaga) • móta meginsöguþráð • greina persónur í sögunni • spinna söguna áfram og móta handrit • lesa yfir handrit og gera þær breytingar sem þarf • skipa í hlutverk og skipta verkum • hefja æfingar og leikmynda- og búningahönnun • sýna leikritið Gera verður ráð fyrir nægum tíma þegar vinna á sögu og handrit frá grunni auk þess sem nægur tími verður einnig að vera fyrir æfingar þegar þar að kemur. Þó ber að varast að draga vinnuna um of á langinn, þá er hætt við að nemendur missi fókusinn og verði leiðir. Ef sýningartími leikritsins er ákveðinn strax í upphafi eða fljótlega eftir að vinnuferlið hefst blasir takmarkið við nemendum og það kallar á agaðri vinnubrögð. Gaman getur verið að taka upp stutta myndbúta úr öllu ferlinu við að skapa heilt leikrit frá grunni enda ómetanlegur fjársjóður fyrir skólann og nemendur að eiga leikritið allt í upptöku og halda því til haga, til dæmis á skólabókasafninu. Þátttakendur þreytast ekki á því að skoða slíkar myndir og þær eru frábærar heimildir um fjölbreytt skólastarf. Ef hægt er að koma því við er gott að taka á meira en eina vél og klippa efnið saman. Í því felst auðvitað mikil vinna en líka nám og hana má hugsanlega fela áhugasömum nemendum. Á vef bókarinnar má finna tengla á síður með leiklistartengdu efni, meðal annars á vef Námsgagnastofnunar. Einnig gaf Námsgagnastofnun út ýmislegt efni til að nota í leiklistarkennslu og þar má nefna þessa titla: Hagnýt leiklist – Handbók ásamt efni á geisladiski Handbók fyrir leiklistarkennslu Hljóðleikhúsið Leiklist í kennslu – Handbók fyrir kennara Leiklist í kennslu – Vefefni Leiklistarsöguvefur Leikritasmiðjan

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=