Skapandi skóli

65 EITT OG ANNAÐ UM RITUN : SKAPANDI SKÓLI Hér eru einungis nefnd fáein dæmi um það hvernig nota má ritun sem leið til náms og þá ekki aðeins til þess að lista upp staðreyndir, minnisatriði eða niðurstöður. Til að semja ljóð, eins og hér að framan, þarf að setja niður fyrir sér á óhefðbundinn máta þann fróðleik sem texti, ljósmynd, skýringarmynd, kennari, kennslumynd eða önnur heimild hefur leitt fram. Það verða til ákveðin hugsanatengsl sem ekki myndast við annars konar vinnu, svo sem við það að svara spurningum um efnið. Vinna þarf með ljóðið, form þess, lengd og merkingu og við þá vinnu fær það sem um er fjallað nýtt og aukið vægi með þeim árangri að þekking vex og þróast hjá nemendum með öðrum hætti en annars hefði orðið. Um frekari hugmyndir að verkefnum og viðfangsefnum sem fylgja hugmyndafræði Ritunar til náms fyrir afmarkaða hópa og þvert á skólastarf er vísað á fylgivef bókarinnar. Vert er að árétta það að hugmyndafræðinni er hægt að beita á öllum aldursstigum og greinasviðum grunnskólans með því að laga verkefni að getustigi nemenda og ólíkum viðfangsefnum hverju sinni. Ritun í mörgum myndum Mynd verður saga Ótal skemmtilegar myndir af ýmsu tagi má finna á netinu og prenta út til að nota í ritunaræfingar á laus blöð eða í stílabækur. Einnig er upplagt að nýta ritvinnsluforrit til að líma inn myndir og skrifa svo sögu eða ljóð út frá þeim beint á tölvuna og prenta út. Fréttir, auglýsingar, viðtöl eða blaðagreinar mætti einnig hugsa sér sem ritunarverkefni út frá myndum. Myndirnar gætu jafnvel orðið kveikjur að heilu leikritunum! Hér eru birtar nokkrar myndir sem eiga það sameiginlegt að sýna mat í óvenjulegu samhengi. Byggt á hverri mynd mætti hugsa sér ákveðna sögu, annað hvort söguna á bak við myndina eða sögu um það sem er á myndinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=