Skapandi skóli

62 Hér enda skrifin eftir fimm eða tíu mínútur án þess að hafa nokkurn lokapunkt eða niðurstöðu. Nemandinn leggur upp með að hann viti ekki svarið við spurningunni en svo kemur í ljós að hann veit meira en hann heldur. Þegar teknir eru saman punktar frá öllum nemendum er líklegt að samanlögð veiti skrifin ágæta yfirsýn yfir efnið. Á þeim grunni er hægt að mynda heildstæðan texta um viðfangsefnið með bekknum öllum, með því að skipta nemendum í hópa sem hver um sig skrifar um viðfangsefnið eða með því að láta hvern og einn vinna áfram með sinn texta. Byggja má á þeim viðbótarupplýsingum sem þeir hafa nú fengið og hugsanlega nýta námsbækur eða aðrar bjargir við skrifin. Kraftskrif Kraftskrif (e. power writing) líkjast flæðiskrifum að vissu leyti en hér eiga nemendur að keppa við sjálfa sig um orðafjölda á mínútu, fara yfir það sem þeir hafa skrifað og endurskrifa. Oftast gefur kennari upp viðfangsefnið eða nemendur fá að velja úr nokkrum viðfangsefnum til að skrifa um. Vel gefst að stunda þessi skrif í tvo eða þrjá daga þar sem efnið fær þá tíma til að meltast aðeins í hugum nemenda á milli þess sem þeir sinna verkefninu og út úr því kemur oft furðulega mikil þekking sem nemendur búa yfir undir niðri en gerðu sér ekki ljósa. Af og til er gott að nemendur séu látnir taka þessi kraftskrif með sér heim til að skila daginn eftir sem heildstæðum og fullunnum texta með þeim upplýsingum sem þeir hafa haft tíma til að ná sér í um efnið. Nemandi í unglingadeild sem í fyrstu nær ef til vill ekki að skrifa nema 19 orð á mínútu um viðfangsefnið getur hugsanlega skrifað 34 orð á mínútu í annarri umferð – og jafnvel allt upp í 60–70 orð á mínútu þegar þær eru orðnar fleiri og hann vel æfður. Skilgreining hugtaka Nemendur setja niður á blað hugmyndir sínar um hugtök sem þeir eiga að skilgreina og tengjast efni kennslustundarinnar. Farið er yfir skilgreiningar og skýringar nemenda í nemendahópnum og á þeim skilningi sem fram kemur hjá nemendum byggir kennarinn kennsluna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=