50 Dæmi um hálfstýrt leitarnám Vísindavaka Lokaafurð verkefnisins er vísindavaka þar sem yngri nemendum og foreldrum er boðið á sýningu Nemendur kynna þar verkefni sín, sýna tilraunir og svara spurningum frá áhorfendum Verkefnið tekur 4x80 mínútur fram að sýningu Gert er ráð fyrir allt að 80 mínútum í sýninguna Markmið Að nemendur • þjálfist í að beita vísindalegri aðferð, • læri hugtakið breyta og geti beitt því, • vinni saman í hóp, • þjálfist í að koma fram og kynna verk sín fyrir öðrum. Skipulag og vinnubrögð Kveikja Sýnd er stutt mynd af neti þar sem hugtakið breyta er skýrt á greinargóðan hátt Á vef bókarinnar er hægt að finna dæmi um þess konar kveikjur • Kennari gerir sýnitilraun með tveimur breytum. • Nemendum er skipt í hópa sem sjálfir ákveða hvað þeir vilja kanna. Nemendur vinna tveir til þrír saman og eru hvattir til að sýna frumleika
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=