Skapandi skóli

49 ÞEMU, SÖGURAMMAR, SAMVINNA OG LEIT : SKAPANDI SKÓLI Dæmi um stýrt leitarnám Hagnýt efni Markmið Nemendur kynnist því hvernig efnafræðin getur komið að gagni í daglegu lífi okkar Skipulag og vinnubrögð Kveikja Þankahríð um merkingu hugtaksins húsráð, könnun á forþekkingu nemenda Kennari og bekkur skoða saman dæmi um algeng húsráð, annars vegar af efnafræðilegum toga og hins vegar húsráð byggð á öðrum forsendum Benda má á umfjöllun um húsráð gegn hiksta á Vísindavefnum en þar má bæði finna ákveðnar efnafræðilegar tengingar og ráð byggð á öðrum þáttum, þótt umfjöllunin bjóði ekki endilega upp á tilraunir Vinna nemenda • Nemendur fá eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða húsráð byggjast á efnafræði? • Nemendur koma með tilgátur, láta reyna á húsráðin sem verða fyrir valinu og kanna efnafræðina að baki þeim • Nemendur kynna niðurstöður sínar með hætti að eigin vali: skýrslu, stuttmynd, myndasögu, lagi, kynningu eða öðru móti Námsmat Matið byggist á framlagi í hópavinnu og því hversu vel nemendur fylgdu vísindalegri aðferð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=