42 5 Í hverju sjónarhorni fá nemendur ákveðinn tíma (fimm til tólf mínútur) til að ræða um afstöðu sína, greina hver öðrum frá því hvers vegna þeir völdu þetta sjónarhorn og komast að niðurstöðu um hvernig þeir vilja koma sameiginlegri niðurstöðu hópsins á framfæri. Hér er gott að skrifa niður það sem fram kemur þannig að ekki fari á milli mála hver niðurstaða hópsins er. 6 Að umræðutíma í sjónarhornunum liðnum gerir hver hópur grein fyrir sinni afstöðu og leitast við að skýra hana sem best. Hóparnir halda oft kyrru fyrir, hver í sínu sjónarhorni á meðan á þessu stendur til að undirstrika enn frekar sjónarmiðin sem þarna koma fram. Hér gefst nemendum kostur á að læra að standa með skoðunum sínum, finna rök fyrir þeim og rökræða sín á milli. Þegar að því kemur að kynna niðurstöðurnar fyrir hinum sjónarhornunum er mögulega hægt að setja upp einhverja umgjörð fyrir rökræður og önnur skoðanaskipti á milli fulltrúa frá hverjum hópi, ræðukeppni, málflutning, leikræna tjáningu, auglýsingar, spjöld og borða. Hægt er að láta verkefnið spanna eina kennslustund og láta staðar numið þar eða nota aðferðina sem nokkurs konar innlögn fyrir viðameira verkefni. Dæmi um staðhæfingar sem gjarnan vekja umræður og nemendur geta haft á miklar skoðanir: • Refir eru meindýr og þeim ætti að útrýma. • Strákar eru sterkari en stelpur og sjálfsagt að ráða þá frekar en stelpur í byggingarvinnu, vegavinnu, á sjó og í aðra líkamlega erfiðisvinnu • Það er betra að þjást af offitu en anorexíu. • Kettir eru þægilegri gæludýr en hundar. • Ísland er öruggasta land í heiminum. • Það ætti að hækka bílprófsaldurinn upp í 18 ár. • Stelpur eru ábyrgari og varkárari en strákar og ættu að geta tekið bílpróf fyrr en þeir • Það er betra að búa í litlu þorpi en stórri borg.25
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=