Skapandi skóli

40 4 Hver nemandi fær í sinn hlut einn þátt verkefnisins og á að afla sér sérfræðiþekkingar um hann, leita svara við völdum spurningum. – Hver var aðdragandi landflutninga Íslendinga vestur um haf? Hverjir voru helstu brautryðjendur vesturferðanna? Hvernig gekk landnám Íslendinga í Vesturheimi? 5 Nemendur fá ákveðinn tíma til að kynna sér sinn efnisþátt og gera má þá kröfu að þeir lesi sig tvisvar í gegnum efnið eða kynni sér það vandlega með öðrum hætti. Ekki er nauðsynlegt að leggja efnið beinlínis á minnið, aðeins að kynna sér það vel. Þó er sjálfsagt að þeir nemendur sem það kjósa fái tækifæri til að glósa hjá sér eða punkta niður minnisatriði. 6 Næst eru myndaðir sérstakir hópar sérfræðinga um hvern efnisþátt. Nemendur sem fengu það verkefni í sinn hlut að kynna sér landnám Íslendinga í Vesturheimi setjast saman, ræða um helstu atriðin sem fram komu í lesefninu og leggja niður fyrir sér með sérfræðihópnum hvernig þeir ætla að koma vitneskju sinni til skila til annarra í púslhópnum sínum. 7 Að umsömdum tíma liðnum í sérfræðihópunum fara nemendur aftur í sinn púslhóp, hver með sína sérfræðiþekkingu í farteskinu. 8 Nemendur púslhópsins kynna sitt sérfræðiefni hver á fætur öðrum og helst í þeirri röð sem best fellur að efninu. Aðrir nemendur í hópnum koma með spurningar um efnisþáttinn ef þurfa þykir og ætlast er til að sérfræðingurinn svari þeim eftir bestu getu enda á hann að vera orðinn býsna fróður um efnið. 9 Kennarinn fer á milli hópa og fylgist með því hvernig gengur að koma upplýsingum til skila með það fyrir augum að púslin komi öll saman og gefi heildstæða mynd af viðfangsefninu og þeim upplýsingum sem aflað hefur verið. 10 Í lok tímans eða lengri lotu er gott að leggja fyrir litla könnun úr efninu til að hnykkja á því að þessi vinna skipti máli og að nauðsynlegt sé að allir skili sínu, fylgist með og veiti athygli því sem aðrir hafa fram að færa, einblíni ekki á sinn þátt. Mikilvægt er að könnunin taki til allra þátta sem hver hópur átti að afla upplýsinga um, í okkar tilviki þáttanna fimm í vef um Vesturfara. Ekki er endilega nauðsynlegt að leggja slíka könnun fyrir í hvert skipti sem púslaðferðinni er beitt en gott að leggja hana fyrir öðru hverju og minna reglulega á mikilvægi samvinnu í hópastarfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=