39 ÞEMU, SÖGURAMMAR, SAMVINNA OG LEIT : SKAPANDI SKÓLI Púslaðferðin Í stuttu máli byggjast áherslur púslaðferðarinnar á að hver og einn gegni ákveðnu lykilhlutverki í samstarfi um öflun og miðlun þeirra upplýsinga sem þarf að safna saman til að allir aðilar búi að verkefni loknu yfir heildaryfirsýn og upplýsingum um viðfangsefnið. Allir í hópnum fá afmarkað svið að fjalla um, afla sér „sérfræðiþekkingar“ um þann hluta viðfangsefnisins og miðla henni til hinna í hópnum. Áður en að því kemur eiga þeir samráð við aðra sérfræðinga á sínu sviði og skila þeirri vinnu heim í sinn hóp. Þannig verður til heildstæð þekking með framlagi allra í hópnum. Hér má taka einfalt dæmi af kennslu um Vesturfara þar sem nemendur eiga að afla allra upplýsinga af vef Ríkisútvarpsins um þá. Efninu á vefnum er skipt í fimm áhugaverða þætti og hópur fimm nemenda skiptir þeim með sér, hver nemandi verður sérfróður um einn þáttinn og miðlar hinum af þeirri reynslu. Verkaskipting er ekki alltaf jafn einföld og í þessu dæmi en fjalla má um ótal viðfangsefni á svipaðan hátt, deila efni á félaga í hópi eða niður á hópa eftir atvikum. Aðferðin hefur reynst vel í samfélagsgreinum og í náttúrufræði en hana má líka nota við tungumálavinnu og margt fleira. Þegar púslaðferðinni er beitt er hentugt að notast við eftirfarandi tíu skrefa vinnuskipulag:24 1 Nemendum er skipt í hópa, svonefnda púslhópa. Í Vesturfara- verkefninu væri lagt upp með fimm nemenda hópa með hliðsjón af fjölda efnisþátta í vefnum um Vesturfara. 2 Einn í hverjum hópi er formlegur leiðtogi púslhópsins. 3 Verkefni þessarar lotu í skólastarfinu er skipt upp í fimm hluta og liggur beinast við að fara eftir efnisþáttum Vesturfaravefsins: • Aðdragandi • Brautryðjendur • Landnámið • Nýtt samfélag • Nútíminn
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=