Skapandi skóli

36 ætla má í hann allt frá hálfri kennslustund upp í eina og hálfa klukkustund eftir viðfangsefnum hverju sinni. Hægt er að vinna svona verkefni einu sinni í viku yfir langan tíma, ef innra skipulag skóla býður ekki upp á annað, en yfirleitt gefst best að vinna það nokkuð þétt, þannig að það nái yfir fjórar til sex vikur alls. Með því byggist upp ákafur vinnuandi í nemendahópnum og áhugi og kraftar nemenda nýtast til fulls allt ferlið. Sögurömmum lýkur jafnan með einhvers konar uppskeruhátíð. Það getur verið sýning á afrakstri vinnunnar fyrir aðra nemendur skólans eða foreldra, leiksýning á sal upp úr efni og vinnu rammans, hátíð í skólanum eða sérstakir viðburðir innan bekkjar, eitthvað á borð við bæjarhátíð, þorrablót, afmælisveislu, ljóðalestur eða tónleika í beinum tengslum við efni þess ramma sem unnið var með. Mikilvægt er að leggja alúð við þennan lokahnykk því hann setur í samhengi alla þá vinnu sem lögð hefur verið í verkefnið, líkt og borði sem bundinn er í snotra slaufu utan um spennandi pakka. Vinnubrögð Vinna eftir söguramma hefst á því að kennarinn leggur fyrir nemendahópinn nokkrar opnar spurningar, lykilspurningar, sem nemendur svara út frá því sem þeir vita, halda eða ímynda sér að geti verið. Öll svör eiga rétt á sér og á meðan á þessari þankahríð hópsins stendur skrifar kennarinn tillögur nemenda upp á töflu eða stórt blað. Hægt er að vinna með svörin og tillögurnar á margan hátt. Ákveða má saman hvaða atriði ætti helst að athuga og hverju má sleppa, velja hluti til að kanna nánar og fletta upp í bókum eða á netinu eða skrifa niður það sem nánar er vitað um valdar tillögur. Hlutverk kennarans í þessu er að halda utan um vinnuna hjá hópnum og aðstoða við það sem þarf en ekki að vera uppspretta upplýsinga og þekkingar fyrir nemendur að sækja sér efnivið. Kennarinn leggur svo sífellt fram nýjar lykilspurningar eftir því sem sögunni vindur fram og nýir kaflar taka við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=