35 ÞEMU, SÖGURAMMAR, SAMVINNA OG LEIT : SKAPANDI SKÓLI lögð áhersla á leikræna tjáningu og ritun. Oft eru persónur teiknaðar og klipptar út, settar saman úr ýmsum efnum og hengdar á spjöld og veggi eða þeim komið fyrir í tilbúnu umhverfi en fara má margar fleiri leiðir við miðlun og tjáningu. Í seinni tíð er líka gripið til stafrænna miðla og handhægra verkfæra sem fylgt hafa tæknivæðingu í skólum. Hægt er að nota aðferðina á nánast hvaða viðfangsefni sem er og flétta allar námsgreinar inn í vinnuna, bæði bóklegar og verklegar. Sterk hefð er fyrir því að láta íslenskukennslu, hvort sem um er að ræða málfræði, stafsetningu, ritun eða bókmenntir, vera veigamikinn og sýnilegan þátt í allri vinnunni og myndmennt kemur oft við sögu. Samfélagsgreinar og náttúrufræði leika oft stór hlutverk en aðrar greinar eiga líka fullt erindi í þessa vinnu og fremur einfalt er fyrir kennara að semja sjálfir söguramma um það efni sem þeir vilja taka fyrir. Á fylgivef bókarinnar er bent á dæmi um söguramma og eyðublað sem kennarar geta notað undir sína eigin ramma. Misjafnt er eftir umfangi hvers viðfangsefnis og þroska og getu nemendahópsins hversu langan tíma þarf að áætla í svona vinnu en gera má ráð fyrir að meðalvinnutími nemenda í hverjum söguramma sé um 20 kennslustundir. Að sama skapi er misjafnt hversu langan tíma þarf í hvern lið sögurammans fyrir sig en Söguþráður Lykilspurningar Hvað er gert? Hvernig gert? Afurð Markmið Efni og áhöld Áætlaður tími Persónur skapaðar Who is coming to the party? How many are invited? How old are they, what are their names, how do they know each other? How old is the birthdaychild? What is her/his name? What kind of family does he/she have? What do they do …? How is a birthday party? What do you do in such a party? What do you eat, what games can you play, do you know any songs that are sung …? Lykilspurningum varpað fram og umræða um þær. Í kjölfarið fara allir að skapa sínar persónur (dúkkulísuform fylgir). Kennarinn leiðir umræður og skrifar lista með uppástungum nemenda. Einstaklingsvinna. Listi með þeim orðaforða sem kom út úr spurningunum um veisluna hengdur á vegg. Persónur skapaðar. Hver nemandi ákveður hvað hans persóna heitir og aldurinn, auk þess sem útbúinn er „svefnpoki“ þar sem helstu upplýsingar um viðkomandi persónu koma fram (form fylgir). Svefnpokinn hengdur á vegg með dúkkulísunni í. Að virkja nemendur til náms með sköpun, samræðum á ensku og efla orðaforða. Orðabækur, myndaorðabækur, pappi, litað karton, skriffæri, litir, garn, efni, skæri, tilbúnir svefnpokar. Gott er ef kennari hefur útbúið eitt sýnishorn af persónu og svefnpoka fyrirfram – getur verið afmælisbarnið. 3–4 kennslustundir. Veggspjöld Þeir nemendur sem eru snöggir að klára persónuna sína geta byrjað að vinna að fataspjaldi sem hengja á upp. Á það eru teiknaðar myndir af þeim fötum sem persónur þeirra eru í (eða klippt út föt úr efni) og skrifað við hvað fötin heita. Sem flestir nemendur ættu að vinna að þessu spjaldi en gott er að nota það sem aukaverkefni, ásamt veggspjöldum um bæinn, heimili og húsgögn og hvaðeina annað sem unnið er með. Allur sá orðaforði sem tekinn er fyrir í verkefninu ætti að rata upp á vegg á svona spjöldum þar sem allir geta lesið og glöggvað sig á orðunum. Tillaga að slíkum spjöldum fyrir: föt, fjölskyldu, daga, mánuði, tölur, klukkuna, þorpið/götuna, mat, líkamann, heimilið (herbergin, húsmuni). Ýmist eru þessi spjöld unnin meðfram annarri enskuvinnu eða heilar kennslustundir teknar markvisst í slíkar samvinnulotur. Úr enskuefninu Let´s learn and play
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=