29 ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS : SKAPANDI SKÓLI Ísland og Danmörk Þrír Ísland var hluti af Danmörku til 1944. Lakkrís er borðaður í báðum löndum. Fáni beggja landa er með krossi í miðju. Tveir Á Íslandi eru há fjöll. Danmörk er á meginlandi Evrópu. Einn Hve mikill hæðarmunur er á hæsta fjalli Íslands og hæsta fjalli Danmerkur? Pýramídi: Þrír-Tveir-Einn Nemendur teikna upp pýramída og skipta í þrjú þrep. Í neðsta þrepið skrá þeir þrjú atriði sem þeir lærðu í tímanum. Í miðþrepið skrá þeir tvær spurningar sem þeir hafa varðandi efnið og í toppinn skrá þeir á hvaða einn ákveðinn hátt viðfangsefnið tengist þeirra daglega lífi. Síðan er farið yfir efni og spurningar þrepanna saman og þá kemur í ljós hvaða lærdóm hver og einn hefur dregið af kennslustundinni. Einnig getur verið gott að hefja kennslustund á þessu, sem nokkurs konar upprifjun frá síðasta tíma og nýta hluta tímans í þær umræður sem af þessu spretta. Fyrsti bíllinn kom til Íslands árið 1904. Fyrsti bíllinn er alltaf kallaður Thomsensbíllinn. Það voru eiginlega engir vegir þegar bílar voru fyrst fluttir til Íslands. Ef það voru engir vegir til hvers var þá Thomsensbíllinn notaður? Hvaða tegund af bíl var Thomsensbíllinn? Ég fer alltaf í skólann með strætó, annars væri ég 20 mínútur að ganga.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=