28 Mat á kennslustund: Hvað situr eftir? Stundum er gott að ljúka kennslustund eða kennslulotu með því að taka saman efni hennar í nokkrum punktum. Enn árangursríkara getur verið að láta nemendur sjálfa hugleiða efnið með því að skrá hjá sér nokkur atriði eftir fyrirfram gefnum aðferðum án þess að stuðst sé við kennslubækur eða annað efni. Hér eru dæmi um slíka eftirvinnu við lok kennslustunda. Hún virkjar nemendur í að rifja upp, leggja á minnið og hugleiða á fjölbreyttan máta það sem þeir lærðu – og jafnvel auka enn við þekkingu sína. Þetta er góð leið fyrir kennarann til að meta kennslustundina og greina hverju mætti breyta í framhaldinu. Ennfremur getur slík eftirvinna nýst kennum vel til að sveigja efnið inn á brautir sem nemendur sjálfir leggja til. Slíkt eykur gjarnan áhuga á viðfangsefninu, ýtir undir eigin þekkingarsköpun og byggir upp jákvæðan námsanda í hópnum. Þrír-Tveir-Einn Nemendur skrá hjá sér þrjú atriði sem þeir lærðu, tvö atriði sem þeim þóttu sérlega áhugaverð og eitt atriði sem þá langar að vita meira um eða læra betur. Þessi aðferð á vel við í lok kennslustundar, eftir upplestur, eftir fyrirlestra kennara og samnemenda, eða eftir sýningu á kvikmynd. Þessi atriði má skrá í leiðarbók eða á miða sem límdir eru á töflu. Með því að fara yfir svörin með nemendum getur kennarinn metið kennslustundina og séð hvað í kennslunni mætti bæta eða hafa með öðrum hætti. Aðrar útfærslur á Þrír-Tveir-Einn Nemendur skrá hjá sér eitthvað þrennt sem tvö atriði eiga sameiginlegt, eitthvað tvennt sem er ólíkt með atriðunum og eina spurningu sem þeir hafa varðandi samanburð á atriðunum tveimur. Dæmi um það sem nemendur gætu skráð hjá sér eftir samfélagsfræðitíma eða landafræði:
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=