Skapandi skóli

27 ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS : SKAPANDI SKÓLI Jarðskjálfti og rýming 14 fyrir 10–100 þátttakendur. Góð 10–15 mínútna æfing sem hressir og mætir hreyfiþörf nemenda og virkjar bæði heilahvel, hvort sem er í upphafi kennslustundar eða á miðjum kennsludegi. Einn nemandi stendur stakur í upphafi. Aðrir nemendur eiga að mynda þriggja manna hópa. Tveir úr hverjum þriggja manna hópi mynda hús með höndunum og sá þriðji í hópnum er íbúi í húsinu; stendur undir því. Nemandinn sem byrjaði stakur kallar upp annað hvort orðið, rýming eða jarðskjálfti. Ef kallað er, rýming, eiga allir íbúar að finna sér nýtt hús. Ef kallað er, jarðskjálfti, hrynja öll húsin og nemendur þurfa að mynda nýja þriggja manna hópa með húsum og íbúum. Í hvert skipti sem kallað er reynir nemandinn sem er stakur og kallaði að komast í þriggja manna hóp. Sá nemandi sem einn stendur eftir verður sá sem kallar næst og þannig gengur það í leiknum koll af kolli. Ef tveir komast ekki í hóp geta þeir verið saman í hlutverki kallarans og leitað eftir þátttöku í hópum þegar allir fara á kreik. • Komið þér sælar frú/fröken! • Daginn! • Blessaður og sæll! • Blessuð! • Góðan og blessaðan daginn! • Heil og sæl! Kaos 13 fyrir 6–20 þátttakendur. Hentar í upphafi kennslustundar eða vinnulotu þar sem hrista þarf saman nemendur sem ef til vill þekkjast lítið og eiga eftir að vinna í hópum. Gögn: Þrír eða fjórir smáhlutir, til dæmis boltar, baunapokar eða tuskudýr. Nemendur mynda hring og þrír til fjórir þeirra fá smáhlut í hendur. Einn nemandi byrjar með því að kasta hlut til annars nemanda, einhvers sem ekki heldur á hlut sjálfur. Um leið segir hann, hæ, og lætur nafn nemandans sem grípur hlutinn fylgja því ávarpi. Sá sem grípur svarar með því að segja, takk, og láta fylgja nafn nemandans sem kastaði til hans. Hann kastar svo hlutnum til annars nemanda, kallar, hæ, og lætur nafn þess nemanda fylgja. Þrír til fjórir hlutir eru í umferð í einu og gott er að hafa nokkrar sekúndur á milli þess sem hlutum er kastað. Í hvert sinn sem gripið er eða kastað fylgja ávarpsorð eins og hér var lýst. Leikurinn stendur í nokkrar mínútur eða þar til kennarinn segir stopp. Þá ríkir yfirleitt nokkur ringulreið og auðvelt að ná nemendum niður fyrir fyrirhugaða vinnu með því að telja þá í hópa eða skipta þeim niður með öðrum hætti. Gaman getur verið að setja þá reglu að alltaf þurfi að reyna að finna nýja leið til að heilsa í stað þess að allir noti, hæ. Hér eru nokkrar tillögur: • Halló! • Komdu sæl og blessuð! • Sæll vertu! • Góðan dag! • Gott kvöld! • Sælir!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=