25 ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS : SKAPANDI SKÓLI Miðakort Þegar mörg hugtök tengjast meginhugtaki í þankahríð eða hugarkorti geta nemendur skráð þau hugtök sem þeim koma í hug á litla miða sem þeir svo raða saman í flokka eftir mikilvægi. Þetta veitir þeim frelsi til að finna og endurskoða tengingar á milli flokka og auðveldar vinnuna. Tvíhöfðakort9 Nemendur vinna í litlum hópum eða í pörum. Þeir eiga að gera tvö eða fleiri hugarkort um skyld viðfangsefni, oftast tvö kort sem ekki fjalla um sama viðfangsefnið heldur tengd efni. Markmiðið er svo að tengja kortin saman og sjá hvað þau eiga sameiginlegt. Verkefni af þessu tagi hjálpar nemendum að greina hvað viðfangsefnin eiga sameiginlegt og hvað greinir þau að. Hugarkort kennarans: Gott skipulagstæki Þegar kennarar skipuleggja verkefni sem taka munu langan tíma, svo sem þemavinnu eða aðra samþættingu námsgreina þar sem stundum er um mikla samvinnu milli kennara og hópa að ræða, getur verið gagnlegt fyrir þá að nýta sér þá aðferð að setja skipulagið upp sem þrepaskipt hugarkort. Þá má sjá framvinduna á skýran og myndrænan hátt í heild sinni. Dæmi um slíkt hugarkort, þar sem fimm kennarar skipulögðu vinnu sína og samkennslu nemenda í 3. og 4. bekkjum um lifnaðarhætti á Íslandi áður fyrr, má finna á vef sem fylgir bókinni. Hugarkort yfir taugakerfið Miðakort Tvíhöfðakort Veldisaukandi kort Köngulóarkort
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=