Skapandi skóli

23 ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS : SKAPANDI SKÓLI Þankahríð Þankahríð, eða hugstormun, er aðferð notuð til að ná yfirsýn yfir tiltekið viðfangsefni, til að fá hugmyndir að nýjum verkum eða finna skapandi lausnir. Nemendur eru hvattir til að nefna allt sem þeim dettur í hug tengt viðfangsefninu. Þetta má gera munnlega, á töflu, blað eða tölvuskjá. Ein leið til að koma á þankahríð er að búa til hugarkort en þeim eru gerð betri skil í næsta kafla. Í þankahríð er brýnt að setja reglur sem gilda í umræðum. Sem dæmi má nefna að engin hugmynd er heimskuleg og að skapandi lausnir eru oft sprottnar út frá því sem áður var talið galið eða ógjörningur. Skapa þarf jákvætt og styrkjandi andrúmsloft svo að nemendur hafi kjark til að koma fram með sínar hugmyndir og dæmi ekki hugmyndir annarra. Aðferðin á vel við í margs konar verkefnum hvort sem um einstaklingsvinnu, paravinnu, hópvinnu eða vinnu með öllum bekknum er að ræða. Vinna í smærri hópum eykur oft virkni nemenda og því tilvalið að nota fjölbreyttar útfærslur af þankahríð en þeim er lýst hér á eftir. Þristurinn8 Nemendum er skipt í þriggja manna hópa. Kennarinn fær þeim viðfangsefni eða hugtak til umfjöllunar. Einn úr hópnum er ritari og keppist við að skrifa niður atriði, hugmyndir eða lausnir sem hinir nefna og tengjast viðfangsefninu. Að loknum fyrirfram ákveðnum tíma er svo skipt um hlutverk. Að sjálfsögðu fer það eftir umfangi hvers viðfangsefnis hve mikinn tíma þetta tekur en gott er að miða við 5–7 mínútur í hverri umferð. Til að liðka fyrir hópvinnunni er gott að láta nemendur draga um hlutverk í upphafi. Nota má skákklukku eða tímamæli í tölvu eða snjalltæki til að tíminn til umráða verði sýnilegri og nemendur skiptist á að skrifa. Heilaskrif Nemendum er skipt í þriggja til fjögurra manna hópa. Kennari fær öllum hópum sama viðfangsefni. Hver hópur fær í upphafi sjö til tíu mínútur til að skrá hugmyndir sínar á blað. Að þeim loknum skiptast hóparnir á blöðum og eiga að bæta við þær hugmyndir sem komnar eru. Þetta er endurtekið þar til allir hópar hafa komið að hugmyndablöðum allra. Í lokin eru hugmyndirnar kynntar. Dæmi um viðfangsefni: Hvað og hvernig væri skemmtilegt að læra um stríðsárin á Íslandi? Hvað langar okkur að vita um Þuríði sundafylli og aðrar landnámskonur á Íslandi? Hvað viljum við vita um búddisma? Hverju langar okkur að kynnast í Danmörku? Hvernig verkefni gætum við leyst um skordýr? Hvað eigum við að gera á næstu bekkjarskemmtun? Þristurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=