Skapandi skóli

22 Góðar spurningar Allt frá tímum Sókratesar hafa kennarar notað samræður í kennslu. Gjarnan er opnað fyrir umræður með því að spyrja opinna spurninga og fá viðbrögð nemenda og oft eru slíkar spurningar fyrirtaks kveikja í kennslu. Mikilvægt er að hafa í huga að öll svör eiga rétt á sér og svonefnd röng svör leiða oft til umræðna sem varpa ljósi á málin og leiða fram rétta svarið á endanum. Þannig getur umræða um svör, sem strangt til tekið teljast röng, vakið dýpri skilning og þekkingu en rétt svar sem kemur strax. Flokkunarkerfi spurninga Spurningar sem bornar eru upp í kennslustundum eru oftar en ekki þekkingarspurningar. Til þess að mæta þessu, draga úr einsleitni og dýpka þekkingu nemenda getur verið hjálplegt að hafa flokkunarkerfi Bloom6 til hliðsjónar. Þennan lista, ásamt dæmum um spurningar í ákveðnu viðfangsefni má finna á vef bókarinnar til frekari glöggvunar. Þögn og umhugsun Þögn í miðjum umræðum þarf ekki að vera slæm. Eftir að nemandi hefur tjáð sig veitir þögnin öðrum nemendum tækifæri til að leggja eitthvað til málanna og ef kennarinn dregur sig aðeins í hlé ræða nemendur oftar saman innbyrðis. Kennari sem gefur nemendum ekki nægjanlegan tíma til umhugsunar endar oftast á að svara spurningu sinni sjálfur. Því er mikilvægt að gefa nemendum nægan tíma til umhugsunar eftir að spurningu hefur verið varpað fram.7 Gerð spurningar Lykilorð Minni/þekking Hver? Hvað? Hvar? Hvenær? Hvers vegna? Skilgreindu, lýstu, útskýrðu. Skilningur Berðu saman … og …! Hver er munurinn á … og …? Hver eru aðalatriðin? Lýstu því sem átti sér stað. Hver eru tengslin? Beiting Hvaða reglu getur þú beitt (til dæmis í stærðfræðidæmi)? Flokkaðu (til dæmis lífverur eftir flokkunarkerfi Carl von Linné) Greining Hvað getur þú nefnt sem styður …? Hvað getum við ályktað út frá þessum upplýsingum? Hvað gæti verið að gerast? Hvað leggur þú til? Nýsköpun Hvernig væri hægt að leysa þessa þraut? Spáðu fyrir um framtíðina; ef … þá … Hvað gæti gerst ef …? Hvernig má bæta tilraunina? Mat Taktu afstöðu til … Hver er þín skoðun? Hvað finnst þér um …? Hvers vegna? Hver eru rökin og mótrökin? Hvað finnst þér?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=