Skapandi skóli

11 ÚR VERKFÆRAKISTU KENNARANS : SKAPANDI SKÓLI Hægt er að láta staka nemendur eða hvern nemanda í bekk fylla dálkana þrjá en KVL má líka nota í hópum eða heilum bekkjum. Kennari fyllir þá með eða eftir nemendum fyrstu dálkana tvo á skjá eða stóru blaði. Í lokin má svo skrá með nemendum það sem þeim finnst þeir hafa lært af verkefninu. Í lokin: Tókst þér að læra það sem þig langaði? Var fyrri þekking þín rétt? KVL Viðfangsefni: Danmörk Nafn: Dags: Fylltu út tvo fyrstu dálkana (K og V) áður en þú hefst handa. Í lok verkefnisins skráir þú inn í þriðja dálkinn (L). Kann Vil Vita Hef Lært • Rétt hjá okkur á korti • Er eitt af Norðurlöndunum • Töluð danska • Danir búa þar • Drottning • Mjög heitt á sumrin • Lególand • Tívolí • Litla hafmeyjan • Hvað búa margir þar? • Eru dýragarðar í Danmörku? • Hvað heita frægustu fjöllin? • Eru einhverjir frægir Danir til? • Hvernig er fáninn? • Hvaða matur er sérstaklega danskur? • Hvernig eru jólin í Danmörku? • Hvað er landið stórt? • Hvað heitir þjóðhöfðinginn? • Meira en 5 000 000 íbúar • 3 eða 4 dýragarðar, um einn er bara hægt að keyra • Það eru engin fjöll! Hæsti hóllinn heitir Himmelbjerget! • Emelie de Forest sem vann Eurovision 2013 • Rauður með hvítum krossi • Danir borða mjög mikið svínakjöt • Jólin eru svipuð og hér á Íslandi og haldin hátíðleg 24 desember eins og hér • Landið er pínulítið, bara 43100 km2 og kæmist fyrir meira en tvisvar sinnum á Íslandi • Þar eru notaðir danskir peningar sem heita kroner (krónur) • Danskir jólasveinar eru kallaðir nissar og eru pínulitlir • Í Danmörku er drottning og forsætisráðherra en enginn forseti og enginn kóngur, bara prinsar Drottningin heitir Margrét Þórhildur • Litla hafmeyjan er ævintýri eftir H C Andersen • H C Andersen er frægur danskur rithöfundur sem samdi mörg ævintýri sem við þekkjum, eins og Ljóta andarungann, Litlu stúlkuna með eldspýturnar og Prinsessuna á bauninni Hann er löngu dáinn • Danmörk liggur að Þýskalandi • Hægt er að fara til Svíþjóðar yfir brú eða með báti og tekur bara nokkrar mínútur • Hej! Jeg hedder … Hvad hedder du?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=