Brennu-Njáls saga II

7 Njáll hét maður og var Þorgeirsson. Hann bjó að Bergþórshvoli í Landeyjum. Hann var mikill lögmaður, vitur og forspár, friðsamur og ráðagóður. Njáli óx ekki skegg. Kona Njáls hét Bergþóra Skarphéðinsdóttir og áttu þau sex börn, þrjá syni og þrjár dætur; Þorgerði og Helgu en ekki er þess getið hvað sú þriðja hét. Elsti sonurinn hét Skarphéðinn. Hann var mikill vexti og styrkur, vel vígur, syndur sem selur og hljóp manna hraðast. Hann var jarpur á hár eða rauðhærður, fölleitur og skarpleitur, nokkuð munnljótur og þó manna hermannlegastur. Grímur hét sá næsti. Hann var svartur á hár og fríðari en Skarphéðinn og bæði mikill og sterkur. Helgi hét hinn þriðji. Hann var fríður maður og vel hærður, sterkur og vel vígur. Hann var vitur maður og stilltur. Þegar saga þessi hefst hafði Njáll nýverið misst góðan vin, Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda. Gunnar féll í bardaga en þó hafði Njáll reynt að forða honum frá átökum. Gunnar var mörgum mönnum harmdauði en orðstír hans lifði um land allt og barst BRENNU-NJÁLS SAGA SEINNI HLUTI NJÁLSSONA SAGA OG KÁRA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=