63 Kári og Hildigunnur frænka Flosa, ekkja Höskuldar, giftast í lok sögunnar. Gæti verið einhver sérstakur tilgangur með þessu hjónabandi? Hvað skíra þau syni sína þrjá og hvers vegna heldur þú að þau velji þessi nöfn? Njáll býðst til að taka Höskuld Þráinsson í fóstur, það er að ala hann upp og mennta. Að bjóða barni í fóstur var þekkt leið til að sýna foreldrum þess virðingu. En gæti einhver annar tilgangur búið að baki hjá Njáli? Hvers vegna spyr Njáll Höskuld um dauða föður hans og hvers vegna finnst honum svar drengsins gott?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=