62 guð, drottinn minn. Sé ég nú hvað þú vilt,“ segir hann og hleypur að banamanni föður síns og heggur hann með öxi í höfuðið. Strax á eftir missir hann sjón á ný. Þessi frásögn minnir á að trúskiptin höfðu lítil áhrif á hefndarhugsunina, blóðhefnd var ekki bönnuð með lögum á Íslandi fyrr en í lok 13. aldar, næstum 300 árum eftir kristnitökuna. PÆLINGAR Hafðu hefndarskylduna í huga þegar þú veltir þessu fyrir þér: Ketill í Mörk er bróðir Þráins og föðurbróðir Höskuldar Hvítanesgoða. En hann er tengdasonur Njáls og Bergþóru og mágur Njálssona. Hvort liðið styður hann og hvers vegna? Hvað finnst þér um ákvarðanir hans? Hvernig heldur þú að Þorgerður Njálsdóttir eiginkona hans upplifi þetta? Flosi og Kári eiga í stríði en samt hefur Flosi þetta að segja um Kára: „Fáum mönnum er Kári líkur og þann veg vildi ég helst skapi farinn vera sem hann er.“ Hvers vegna dáist Flosi að Kára? Hvað finnst þér um Flosa, Kára og ákvarðanir þeirra?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=