61 goðans síns og beðið hann að leita sátta, undirbúa og flytja dómsmál eða framfylgja dómum. Goðarnir stjórnuðu héraðsþingum bæði haust og vor þar sem gert var út um smærri mál en stórum málum var skotið til Alþingis. Menn voru ekki skyldugir að vera í goðorði hjá næsta goða, heldur gátu sagt sig í goðorð til annars goða, ef þeir töldu að sá mundi gæta hagsmuna þeirra betur. Það sést í Njálu þegar menn yfirgefa Mörð til að vera með Höskuldi Hvítanesgoða. Heiðni og kristni Fyrri hluti Njálu gerist á heiðnum tíma en í síðari hluta hennar er því lýst hvernig Íslendingar gerðust kristnir (um 1000). Sagan af kristnitökunni er þekkt úr öðrum heimildum sem hefur ýtt undir hugmyndir fyrri tíma um að Njála væri sannsögulegt rit. Forlagatrú – að örlög manna séu fyrirfram ráðin – er líka áberandi í Njálu. Þannig er Skarphéðni lýst sem ógæfusömum þegar þeir bræður reyna að safna liði eftir víg Höskuldar. Njáll spáir því hins vegar að ekkert fái stöðvað gæfu Kára. Þessi ógæfa/gæfa ræður úrslitum um hvor þeirra lifir brennuna af. Mörg dæmi um kristilegan hugsunarhátt eru í síðari hluta Njálu. Ein saga slær þó öllum við. Það er sagan af Ámunda blinda, syni Höskuldar Njálssonar, sem fyrir kraftaverk fær sjón í stutta stund. „Lofaður sért þú
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=