Brennu-Njáls saga II

60 Heiður og hefnd Á þjóðveldisöld, sögutíma Íslendingasagnanna, voru engin yfirvöld í landinu sem gættu öryggis fólks. Hver og einn varði sig og sitt fólk sjálfur. Ef gert var á hluta einhvers varð sá hinn sami að sjá til þess að hinn fengi makleg málagjöld, með því að leita eftir bótum, höfða mál eða jafnvel hefna. Í Njáls sögu eru dæmi um að menn grípi til vopna fyrir uppnefni eða móðganir. Á þessum tíma skipti heiðurinn eða sæmdin menn miklu máli og atlaga að heiðri manns gat kallað á blóðuga hefnd. Stundum er talað um hefndarskyldu, það er að menn hafi orðið að hefna sín til að halda stöðu sinni. Ef einhver var drepinn hvíldi hefndarskyldan á næsta karlmanni í fjölskyldunni (t.d. bróður eða syni). Mikilvægt var að ljúka átökum með sáttum til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og hefndir. Goðar Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og hafði bæði löggjafarvald og dómsvald. Ekki var kosið til Alþingis heldur riðu goðarnir (goðorðsmennirnir) til Þingvalla, hver með sinn hóp af fylgismönnum sem kallaðir voru þingmenn. Goðarnir voru höfðingjar í sínu héraði og höfðu þær skyldur gagnvart fylgismönnum sínum að gæta réttlætis og setja niður deilur. Menn gátu t.d. farið til

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=