59 • Njáll átti fjórða soninn utan hjónabands. Hann hét Höskuldur og var með bræðrum sínum í átökunum við Þráin og var drepinn í hefndarskyni. Sonur hans hefndi hans síðan. • Þegar Höskuldur Þráinsson þarf goðorð fær Njáll samþykkt á þingi að stofnað verði nýtt dómstig, fimmtardómur, sem nokkurs konar hæstiréttur þeirra tíma. Þar með þarf að fjölga goðorðum í landinu. Ýmis mál í kringum Njál enda síðan fyrir fimmtardómi. • Liðssöfnun Njálssona eftir víg Höskuldar Hvítanesgoða heldur áfram á Alþingi en gengur illa þar vegna þess hversu dónalegur Skarphéðinn er. Menn lýsa honum hvað eftir annað sem ógæfusömum. • Síðu-Hallur tengdafaðir Flosa er lykilmaður í sáttum á Alþingi eftir brennuna. Sonur hans er drepinn í átökunum en Hallur lætur hann ógildan (krefst ekki bóta) til að sættir náist. Þingheimur bætir honum þessa góðvild margfalt. • Fjölmargir frægir höfðingjar koma við sögu í upprunalegu gerðinni, svo sem Guðmundur ríki, Ingjaldur á Keldum, Gissur hvíti, Hjalti Skeggjason, Síðu-Hallur og Snorri goði. Margir þeirra eru þekktir úr öðrum fornum sögum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=