58 MEIRA UM SÖGUNA Brennu-Njáls saga, eða Njála, er ein af Íslendingasögunum en svo kallast þekktustu bókmenntir Íslendinga frá miðöldum. Enginn veit hver skrifaði þær. Njála er einna lengst og flóknust af þessum fornu sögum og engin leið er að gera henni skil í stuttu hefti. Hér var farin sú leið að skipta sögunni í tvennt og eru báðir hlutar þó rækilega styttir. Auðvelt er að nálgast Njálu í heild á bókasafninu eða í bókabúðinni og á netinu. Njála er líka til í skólabókaútgáfu með skýringum og í barnaútgáfu, myndskreyttri endursögn með aukaefni. Það sem upp á vantar Þegar löng saga er stytt svona mikið er margt sem verður útundan. Velja þurfti atburði sem gefa góða tilfinningu fyrir sögunni en hafna um leið mörgum spennandi atburðum og persónum. Hér hafa endurteknir atburðir verið sameinaðir og samtöl einfölduð þó að þekkt tilsvör hafi fengið að halda sér. Bardagalýsingar hafa verið styttar sem og lýsingar á afleiðingum bardaga, það er meiðslum, bótagreiðslum og málaferlum. Molarnir hér á eftir fylla upp í myndina að nokkru leyti en ekkert kemur þó í staðinn fyrir að lesa heildarverkið frá upphafi til enda og lifa sig inn í það.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=