Brennu-Njáls saga II

56 Kári fór til Normandí og gekk þaðan til Rómar en var veturinn eftir á Katanesi. Þann vetur andaðist Helga Njálsdóttir kona hans. Seint um sumarið sigldi hann til Íslands. Veðrið var slæmt er þeir komu að Ingólfshöfða og brotnaði skipið í spón en þó varð mannbjörg. Næsti bær var Svínafell og gengu þeir þangað í kafahríð. Flosi var í stofu. Hann þekkti Kára er hann kom inn og spratt upp á móti honum og kyssti hann og setti hann í hásæti hjá sér. Flosi bauð Kára að vera þar um veturinn og þáði hann það. Sættust þeir þá heilum sáttum. Flosi gifti Kára Hildigunni bróðurdóttur sína sem áður hafði verið gift Höskuldi Hvítanesgoða. Þau eignuðust þrjá drengi saman, Starkað, Flosa og Þórð. Og ljúkum við þar Brennu-Njáls sögu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=