55 Flosi sigldi til Bretlands ásamt mönnum sínum og fór Kári á eftir þeim. Einn af mönnum Flosa fór í borg nokkra, eða kastala, til að kaupa silfur. Kári kom í borgina í þann mund er hann taldi silfrið. Kári hljóp að honum með sverðið á lofti og hjó á háls hans og sagði höfuðið tíu er það fauk af bolnum. Hafði Kári þá vegið fimmtán menn í hefndarskyni með þeim fimm sem þeir Þorgeir vógu saman. Flosi fór suður um haf og gekk síðan til Rómaborgar. Þar fékk hann svo mikla sæmd að hann tók syndaaflausn af sjálfum páfanum. Hann dvaldist víða á heimleiðinni og aflaði sér mikillar sæmdar en að lokum fór hann heim til Svínafells.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=