54 Kári stóðst þetta ekki. Hann hljóp inn með sverðið á lofti og hjó á hálsinn á Gunnari svo að höfuðið fauk upp á borðið fyrir framan konunginn. Sigurður jarl þekkti Kára og skipaði mönnum að drepa hann. En Kári hafði verið hirðmaður í Orkneyjum og var allra manna vinsælastur og því stóð enginn upp. Kári mælti: „Það munu margir mæla herra að ég hafi unnið þetta verk fyrir þig að hefna hirðmanns þíns.“ Flosi sefaði reiði jarlsins og fékk Kári þá að fara óhultur. Flosi sagði nú frá brennunni. Bar hann öllum vel söguna og trúðu menn frásögn hans.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=