53 Helga Njálsson hirðmann sinn. Flosi svaraði að hann hefði höggvið af honum höfuðið. Jarl lét þá taka þá alla höndum. Þá kom þar að Þorsteinn Síðu-Hallsson, mágur Flosa, en hann var einnig hirðmaður jarls. Þorsteinn átti marga vini í hirðinni og féllst jarlinn á sættir fyrir tilstilli hans. Sigurður jarl gaf Flosa grið og öllum þeim og hafði á því ríkra manna hátt þannig að Flosi gekk í þá þjónustu sem Helgi Njálsson hafði haft og gerðist hirðmaður jarls. Kári taldi sig enn eiga harma að hefna. Hann tók sér far með Kolbeini svarta, aldavini sínum frá Orkneyjum. Þeir fréttu af ferðum Flosa og sigldu til Hrosseyjar. Sigurður jarl hélt jólaboð og bauð þangað Sigtryggi konungi af Írlandi og fleiri tignum mönnum en Flosi og menn hans voru í boðinu. Á jóladaginn sjálfan var Gunnar Lambason fenginn til að segja söguna af brennunni og var settur undir hann stóll. Kári og Kolbeinn komu að höllinni þegar Gunnar sagði söguna og hlýddu á hann úti. „Hvernig þoldi Skarphéðinn í brennunni?“ var spurt. „Vel fyrst lengi,“ sagði Gunnar, „en þó lauk svo að hann grét.“ Hann hallaði mjög réttu máli og laug til um margt.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=