52 spjótið í völlinn. Hann stökk á spjótskaftið og braut það í sundur en þreif Ketil síðan höndum. Björn hljóp þegar til hans og vildi vega Ketil, en Kári stöðvaði hann. Kári gaf Katli grið og sagðist aldrei myndu drepa hann. Ketill reið þá til Svínafells og sagði tíðindin. Flosi kvaðst ekki viss um að hér næmi staðar. Hann mælti: „Kári er engum manni líkur þeim sem nú er á Íslandi.“ Björn bað Kára að launa sér góða fylgd og segja húsfreyju hans frá bardögunum, því að sér myndi hún aldrei trúa. Þegar þeir komu í Mörk spurði Valgerður: „Hvernig reyndist Björn þér, Kári?“ Hann svarar: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og gafst Björn mér vel. Var hann mér hinn hallkvæmasti í öllu því er hann mátti.“ Þótti Björn nú miklu meiri maður en áður fyrir sér. Flosi hlýddi dómsúrskurði og sigldi utan með mönnum sínum. Þeir lentu í slæmu veðri og villum og komu að landi í Hrossey við Orkneyjar. Þeir gengu fyrir Sigurð jarl og kynntu sig. Jarlinn hafði heyrt af brennunni og spurði þegar um
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=